Fortíð
91. Hrafnar

Færa þeir fréttir úr öllum áttum.
Um Miðgarð ferðast
frá morgni og uns kveldar.

Þeir gæddir eru máli að gjöf,
Hrafnaguði f´ra.

Svipast um úr lofti
og frá jörðu niðri,
með blóði drifnar klær,
svartar vættir Óðins.


2. Hugur


Nú leitar, brýtur og reikar,
minn hungraði heimsmyndar hugur,
því fávis tunga án máttar hans mælir.


Þröngar dyr til frelsisins
opnast með fórnum.
Hugur sjálfstæðis aðskilur sig
frá undirgefnum peðum valdatafls.
Tálsýn ein er þeirra sérhvert val.
Lærdómurinn liggur grýttum vegi á,
sem feta þarf án andans nautna.


Nú leitar, brýtur og reikar,
minn hungraði heimsmyndar hugur,
því fávis tunga án máttar hans mælir.

Ég ferðast.

Svo lengi sem ég man hefur hann
barist þungum þönkum í.
Ungur, gamall, í fylgd og einsamall.


Morgundagins lof glepur máttlausan manninn.
Við regnbogann hann eltist, að eilífu nafnlaus.
Með hjartanu byggjum við eigin brú
og yfirstígum óttann.


Yfir fjöll, hjarn og mjöll
ég fór en fékk þó ei svörin öll.
Vits er þörf þeim er víða ratar.3. Nornir

Koma árstíðir, kemur von.
Kemur dauði, kemur sorg.
Örlög Asks, örlög Emblu,
liggja nú í systra höndum,
sem enginn sér og enginn veit,
ofin duldum nornaböndum.

Urður, Verðandi, Skuld.
Urður, Verðandi, Skuld.

Reið þar Óðinn hesti á,
áttfættum á þeirra fund.
Birtu honum tíðir allar,
Urður, Verðandi og Skuld.

Spinna þær örlög.
Spinna þær farveg.
Skera á aldur.
Skera á líf
undir miðjum Yggdrasil.

Koma árstíðir, kemur von.
Kemur dauði, kemur sorg.
Örlög Asks, örlög Emblu,
liggja nú í systra höndum.
Verður margur Hel að bráð.
Köld þau eru, kvennaráð.

Urður, Verðandi, Skuld.


4. Viska

Aflífaður í Vanheimi
og til Ásgarðs sendur var,
hinn vitri sá er Mímir heitir.
Engan búk hans höfuð bar.

Hóf þá Óðinn seið sinn sterkan,
lærðan dóttur Njarðar af.
Hann endurfæddi hug og mál,
það dýpri innsýn af sér gaf.

Í visku felst þjáning.
Í visku felst aldur.
Í visku felst dauði.
Í visku felast fórnir.

Af jötnakyni er völvan forn,
úr undirdjúpum ættir rekur.
Úr ríki dauðra og heimum níu.
Sá hún vítt og um vítt,
og veröld hverja.
Óðni færði hún Völuspá.

Í visku felst þjáning.
Í visku felst aldur.
Í visku felst dauði.
Í visku felast fórnir.


5. Leit

Er það sem er, verður og var
eitt varanlegt, endanlegt svar?
Er þetta allt sem birtast vill mér,
hvert sem ég lít, hvernig sem fer?

Ég leita og leita
og allri hjálp neita.
Ég hverf þér, ég hverf þeim,
inn í eigin hugarheim.

Leynast ei dýpri viskurætur
milli himins og jarðar, dags og nætur?

Nú sæki ég enn á ókönnuð mið.
Enginn má leiða né leggja mér lið.

Ég leita og leita
og allri hjálp neita.
Ég hverf þér, ég hverf þeim,
inn í eigin hugarheim.

Leynast ei dýpri viskurætur
milli himins og jarðar, dags og nætur?


6. 9

Veit ég að ég hékk
í vindasömu tré
daga níu, nætur níu.
Af spjóti helsærður
og gefinn sjálfum mér.
Í því tré
er enginn veit
hverra róta af rennur.

Ég hafnaði brauði,
ég hafnaði horni.
Freistingasigur
sendi mig niður
í sköpunardjúpin,
heima á milli.
Sérhvern hver öðrum
sársaukafyllri.

Gegnum veraldarloftin,
æpandi!

Ég tók þar upp rúnir.
Féll ég svo þaðan
aftur til sjálfs míns.


7. Galdur

Í undirmeðvitund
leitum við leiða
að opnum dyrum
dýpri skilnings.

Galdur,
svo fjarlægur,
með tímanum dofnar.
Galdur,
svo viðkvæmur,
í tengingu rofnar.

Er skilningur dýpkar
og hið áður óþekkta
verður öllum þekkt
er merkingin glötuð.

Galdur
sem dvínar
og tapar formi.
Galdur
sem gleymist
í tímans stormi.


8. Rúnir

Með hinum föllnu
milli heims og helju,
ég hvorki svaf né vakti.

Veröldin breytti lit
er aftur ég sneri,
með galdri ristar rúnir.

Fé.
Úr.
Þurs.
Óss.
Reið.
Kaun.
Hagall.
Nauð.
Íss.
Ár.
Sól.
Týr.
Bjarkan.
Maðr.
Lögr.
Ýr.


9. Hof


Svo lengi mun ég ríkja
sem menn mig muna,
orð mín geyma
og gildi heiðra.


Í fornum sálum finnast hof.
Djúpt í hjartarótum,
sem og jörðu í.


Og aftur munu hofin rísa.
Lyrics in plain text formatMain Page Bands Page Links Statistics Trading list Forum Email Zenial